Stéttarfélög viđ Eyjafjörđ

Fréttir frá stéttarfélögum

Opnunartími yfir hátíðirnar

Opið verður eins og venjulega frá kl 8.30 – 16.00 dagana 27. – 28. desember. Lokað verður miðvikudaginn 2. janúar. Opnum aftur 3. janúar kl 8.30. Félagið óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum samfylgdina á liðnum árum.
Lesa meira

Kröfugerð iðnfélaganna lögð fram - viðræður hafnar

Fulltrúar iðnaðarmannafélaganna, VM, RSÍ, MATVÍS, GRAFÍU, Samiðnar og Félags hársnyrtisveina, hafa í dag fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Kröfur iðnaðarmannafélaganna voru lagðar fram vegna yfirstandandi viðræðna um endurnýjun kjarasamninga sem renna úr gildi þann 31. desember næstkomandi.
Lesa meira

Villandi framsetning á

Eflaust kom það einhverjum á óvart að heyra frá atvinnurekendum að þeir ynnu nú alls ekkert mikið, heldur eina af stystu vinnuvikum Evrópu. Þessi villandi framsetning er þó ekki sérlega nákvæm, sérstaklega í ljósi þess að OECD leggur áherslu á að tölfræðin sé birt með fyrirvara og að hún nýtist ekki í samanburði þar sem hún er unninn eftir ólíkri aðferðarfræði í ólíkum löndum sbr. eftirfarandi: „The data are published with the following health warning: The data are intended for comparisons of trends over time; they are unsuitable for comparisons of the level of average annual hours of work for a given year, because of differences in their sources and method of calculation.“ Hingað til hefur verið hægt að styðjast við vinnustunda tölfræði sem byggir á vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar en hún er umfangsmikil spurningakönnun. Einnig hafa stéttarfélög greinargóðar upplýsingar um vinnutíma í gegnum launakannanir sínar[1] og þær niðurstöður eru í ágætis samræmi við niðurstöður vinnumarkaðskönnunar.
Lesa meira

Hækkun stýrivaxta kaldar kveðjur í kjarasamningsviðræður

Félagsfundur félags málmiðnaðarmanna Akureyri

Kröfugerð LÍV gagnvart SA og stjórnvöldum

Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Svćđi