Stéttarfélög viđ Eyjafjörđ

Fréttir frá stéttarfélögum

Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um hugmyndir að styttingu iðnnáms.

Í fréttinni er rætt við Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Sagði hún orðrétt í Morgunblaðinu að “stytta megi iðnnámið til jafns á við stúdentspróf, en einingar til sveinsprófs eru ekki fleiri en til stúdentsprófs, skv. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.” Þetta er rangt samkvæmt því sem stendur á heimasíðu menntamálaráðuneytisins þar er sagt að stúdentspróf sé að lágmarki 200 einingar eftir nýja feiningakerfinu og 144 í gamla kerfinu. Hvert námsár í iðnnámi er 60 einingar samkvæmt nýja kerfinu og er því 4 ára nám 240 einingar. Iðnnám er að mati formanns Félags málmiðnaðarmanna með meira
Lesa meira

ASÍ veitir Alþingi umsögn um jafnlaunavottun

ASÍ hefur fengið til umsagnar frumvarp félags- og jafnréttisráðherra um jafnlaunavottun sem byggir á kröfum jafnlaunastaðalsins. Alþýðusamband Íslands hefur í áratugi barist fyrir jafnrétti og gegn kynbundnum launamun á vinnumarkaði. ASÍ fagnar því frumvarpinu og telur það mikilvægan áfanga í jafnréttisbaráttunni. Staðreyndir sýna að þrátt fyrir áratuga baráttu er kynbundinn launamunur staðreynd á íslenskum vinnumarkaði sem þarf að uppræta með öllum tiltækum ráðum.
Lesa meira

Lausar vikur í orlofsbústöðum FMA sumar 2017

Eftirtaldar vikur eru lausar í bústaðnum í Varmahlíð í sumar, verð á vikunni er kr. 18.000.- nánari upplýsingar um bústaðinn er að finna hér.  09.06.17-16.06.1723.06.17-30.06.17   Eftirtaldar vikur eru lausar í bústaðnum í Ölfusborgum í sumar, ver...
Lesa meira

1. maí hátíðarhöldin

Nemendur í Stökkpalli

Aðalfundur SjóEy 2017

Aðalfundur FVSA verður haldinn mánudaginn 27. febrúar 2017.

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Svćđi