Stéttarfélög viđ Eyjafjörđ

Fréttir frá stéttarfélögum

Félagsmenn ath - skrifstofan lokuð

Vegna ferðar starfsfólks verður skrifstofan lokuð miðvikudaginn 21. nóvember til föstudagsins 23. nóvember n.k. Opnum aftur á venjulegum tíma mánudaginn 26. nóvember. Hægt er að skilja lykla og kvittanir eftir í merktum póstkassa sem staðsettur er á 3. hæðinni.
Lesa meira

Villandi framsetning á

Eflaust kom það einhverjum á óvart að heyra frá atvinnurekendum að þeir ynnu nú alls ekkert mikið, heldur eina af stystu vinnuvikum Evrópu. Þessi villandi framsetning er þó ekki sérlega nákvæm, sérstaklega í ljósi þess að OECD leggur áherslu á að tölfræðin sé birt með fyrirvara og að hún nýtist ekki í samanburði þar sem hún er unninn eftir ólíkri aðferðarfræði í ólíkum löndum sbr. eftirfarandi: „The data are published with the following health warning: The data are intended for comparisons of trends over time; they are unsuitable for comparisons of the level of average annual hours of work for a given year, because of differences in their sources and method of calculation.“ Hingað til hefur verið hægt að styðjast við vinnustunda tölfræði sem byggir á vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar en hún er umfangsmikil spurningakönnun. Einnig hafa stéttarfélög greinargóðar upplýsingar um vinnutíma í gegnum launakannanir sínar[1] og þær niðurstöður eru í ágætis samræmi við niðurstöður vinnumarkaðskönnunar.
Lesa meira

Hækkun stýrivaxta kaldar kveðjur í kjarasamningsviðræður

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti í dag og mun þessi ákvörðun ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Nú þegar eru stýrivextir hér á landi margfalt hærri en í nágrannalöndunum og vaxtastigið hefur veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika fólks til að sjá fyrir sér. Ef takast á að bæta lífskjör hér á landi í komandi kjarasamningum þurfa allir að leggjast á eitt og er peningastefnunefnd Seðlabankans, þar alls ekki undanskilin.
Lesa meira

Íslandsmót í málmsuðu 2018 verður haldið föstudaginn 16. nóvember í VMA kl.13:00

Félagsfundur félags málmiðnaðarmanna Akureyri

Kröfugerð LÍV gagnvart SA og stjórnvöldum

Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Svćđi