Stéttarfélög viđ Eyjafjörđ

Fréttir frá stéttarfélögum

Fundur um lífeyrismál

Miðvikudaginn 20. september kl. 17:00 verður haldin fundur um lífeyrismál í Alþýðuhúsinu á 4. hæð í sal Lionsfélagsins. Ólafur Sigurðsson framkvæmdarstjóri Birtu lífeyrissjóðsins verður með kynningu á stöðu lífeyrissjóðsins almennt og fer yfir stöðu á kjarasamningsbundnum hækkunum greiðslna í lífeyrissjóðinn og hvernig félagsmenn geta haft áhrif á hvert þær greiðslur fara. Á meðan á kynningunni stendur gefst félagsmönnum kostur á almennum spurningum um lífeyrismálin við framkvæmdarstjórann. Leyfilegt er að taka með sér gest á fundinn.
Lesa meira

Fundur fólksins - við mætum, mætir þú?

Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins fer fram dagana 8. og 9. september í Hofi á Akureyri. Á hátíðinni munu hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir vera með starfsemi og í bland við líflegar umræður, tónlistaratriði og uppákomur. Hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings, vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins og skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi stjórnmála eða fjölmiðla.
Lesa meira

Fulltrúakjör FVSA

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni auglýsir eftir listum um kjör fulltrúa á 30. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Listar skulu vera með 6 aðalfulltrúum og 6 til vara á þing LÍV sem haldið verður á Akureyri 13. og 14. október 2017. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli 25 fullgildra félagsmanna. Listum skal skila á skrifstofu FVSA, Skipagötu 14, 600 Akureyri eigi síðar en hádegi föstudaginn 15. september n.k.
Lesa meira

Lokað á skrifstofu 4. september frá kl 12

Skattbyrði aukist langmest hjá þeim tekjulægstu

Frídagur verslunarmanna

Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um hugmyndir að styttingu iðnnáms.

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Svćđi