Stéttarfélög viđ Eyjafjörđ

Fréttir frá stéttarfélögum

Mestur verðmunur á kjöti og konfekti

Mikill verðmunur var á jólamat milli verslana í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var á mánudaginn síðastliðinn. Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti og er því ljóst að neytendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir þegar keypt er í jólamatinn. Allt að 1.400 kr. verðmunur var á kílóverðinu af hangilæri sem gerir 4.200 kr. verðmun ef 3kg hangilæri er keypt og 890 kr. verðmunur var á kílói af Nóa konfekti.
Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðirnar

Opið verður eins og venjulega frá kl 8.30 – 16.00 dagana 27. – 28. desember. Lokað verður miðvikudaginn 2. janúar. Opnum aftur 3. janúar kl 8.30. Félagið óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum samfylgdina á liðnum árum.
Lesa meira

Kröfugerð iðnfélaganna lögð fram - viðræður hafnar

Fulltrúar iðnaðarmannafélaganna, VM, RSÍ, MATVÍS, GRAFÍU, Samiðnar og Félags hársnyrtisveina, hafa í dag fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Kröfur iðnaðarmannafélaganna voru lagðar fram vegna yfirstandandi viðræðna um endurnýjun kjarasamninga sem renna úr gildi þann 31. desember næstkomandi.
Lesa meira

Villandi framsetning á

Hækkun stýrivaxta kaldar kveðjur í kjarasamningsviðræður

Félagsfundur félags málmiðnaðarmanna Akureyri

Kröfugerð LÍV gagnvart SA og stjórnvöldum

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Svćđi