Stéttarfélög viđ Eyjafjörđ

Fréttir frá stéttarfélögum

Félagsfundur SjóEy

Á samningafundi milli SSÍ og SFS var tekið hlé á viðræðunum til mánudagsins 23. janúar næstkomandi. Fram að þeim tíma er æskilegt að sjómannafélögin fundi með sínum félagsmönnum og fari yfir stöðuna, þannig að fyrir liggi á mánudag hvort hægt verður að ljúka deilunni á þeim atriðum sem komin eru eða hvort upp úr slitnar og deilan fari í illleysanlegan hnút. Stjórn félagsins hefur í samræmi við þetta ákveðið að boða til félagsfundar á föstudaginn 20. janúar, fundurinn hefst kl. 13:00 og verður á Hótel KEA. Ég vil með þessu bréfi hvetja þig til að mæta og gefa okkur þitt álit og mat á því hver næstu skref eiga að vera. Ég mun fara vel yfir það hver staðan er, hvað hefur verið rætt og hver staðan er á þeim atriðum.
Lesa meira

Stjórnarkjör FVSA

Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri og nágrenni auglýsir eftir listum varðndi kjör í trúnðarstöður félagsins fyrir starfsárið 2017/2018 að viðhafriallsherjaratkvæðagreiðslu.
Lesa meira

Umsókn um verkfallsbætur hjá SjóEy

Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur tekið ákvörðun um að greiða út verfallsbætur frá 1. janúar 2017. Búið er að greiða út vegna tímabilsins 1. - 15. janúar og ekki er hægt að sækja um þann tíma afturvikrt. Hægt er að sækja um tímabilið 16. - 31. janúar en þeir sem hafa áður skilað inn umsókn þurfa ekki að endunýja hana. Til að sækja um þarf að koma í afgreiðslu félagsins að Skipagötu 14, 3. hæð og fylla út umsókn en þeir sem búa utan félagssvæðis geta haft samband við skrifstofuna í síma 455-1050 og fengið umsóknina senda. Ætli menn að nýta persónuafslátt sinn er nauðsynlegt að vera með upplýsingar um hann á reiðum höndum þegar komið er að sækja um. Sækja þarf um fyrir 25. janúar.
Lesa meira

Gjöf til hjálparsamtaka í Eyjafirði

Félagsfundur 29.des 2016 kl 13:30 á Hótel Kea

Félagavefur og vefur launagreiðenda verða lokaðir um helgina

Félag málmiðnaðarmanna Akureyri gerir samning við Motus

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Svćđi