Stéttarfélög viđ Eyjafjörđ

Fréttir frá stéttarfélögum

Kvennafrí 2016 - Kjarajafnrétti strax

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á Ráðhústorg og taka þátt í söng og gleði, með hljómsveitinni Herðubreið undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.
Lesa meira

Ályktun miðstjórnar ASÍ um aukinn ójöfnuð í lífeyrismálum

Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarflokkanna að auka á þann hróplega mismun sem er í lífeyrisréttindum landsmanna með því að hækka lífeyristökualdur í almannatryggingum í 70 ár. Þetta er gert þrátt fyrir að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda milli launafólks á almennum og opinberum vinnumarkaði hafi verið dregið til baka. Það gengur ekki að ætla almenningi að búa við 70 ára lífeyristökualdur á sama tíma og alþingismenn og opinberir starfsmenn geta farið á fullan lífeyri 65 ára. Það er fráleitt að umræða um aukinn jöfnuð á vinnumarkaði endi með því að stjórnvöld auki verulega á það misrétti sem fyrir er. Verði þetta niðurstaðan er um hrein svik að ræða varðandi jöfnun lífeyrisréttinda og samstillingu almannatrygginga og lífeyrissjóða sem mun valda fullkomnum trúnaðarbresti í samskiptum Alþýðusambandsins og stjórnarflokkanna. Slík svik munu óhjákvæmilega hafa afdrifaríkar afleiðingar. Miðstjórn ASÍ lítur málið alvarlegum augum og mun taka það til sérstakrar umræðu á 42. þingi sambandsins dagana 26.-28. október nk.
Lesa meira

Kjaramálaþing FVSA

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri heldur vinnufund um atvinnu- og kjaramál miðvikudaginn 12. október n.k. kl. 19.00 í Lionssalnum Skipagötu 14.
Lesa meira

Viðskiptaráð slær steypuryki i augu neytenda

Hvar eru vörugjaldslækkanir af byggingavörum?

Vikan 3. - 10. júní laus í Ölfusborgum

„Er stelpa að vinna í þessu?“

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Svćđi